top of page
Search
einarkristjansson

TIPS FYRIR VÖÐVASTÆKKUN

Updated: Sep 23


Einfalt tips fyrir vöðvastækkun.


Leggðu áherslu á að verða sterkari í "6-10" endurtekningarfjöldanum.


Það er eitt það mikilvægasta sem þú gerir.


Ég veit... Þetta er e.t.v ekkert nýtt eða mindblowing information.


En til þess að alvöru vöðvastækkun eigi sér stað, verður að vera progressive overload yfir langt tímabil. - Þú þarft að "gera meira" með tímanum


Dæmi: Ef þú tekur mest 8 reps með 80kg í bekkpressu og vilt stækka brjóstvöðva, ætti markmið númer eitt líklega að vera að vinna sig upp í að geta tekið 8 reps með 100kg.


Sama gildir um aðra líkamsparta,


Chicken legs? - Einbeittu þér að því að bæta 20kg við það sem þú repsar 6-10 sinnum í beygjum.


Lélegt bak/ imaginary lat syndrome? - Einbeittu þér að því að þyngja upphýfingarnar þínar í 6-10 endurtekningarfjöldanum. (bæta við þyngd eða nota færri teygjur)


Flatur rass? - Einbeittu þér að því að bæta 20-30kg við það sem þú getur tekið 8-10x í hip thrust.


Þú skilur hvert ég er að fara með þetta...


Vertu þolinmóður, þetta tekur tíma.


Þú þarft að kynna líkamann jafnt og þétt fyrir nýju álagi svo hann bregðist við með aðlögun.


Ef þú ert að taka sömu reps með sömu þyngdum og í fyrra ert þú líklega ekki að fara stækka mikið.


- Þetta þýðir samt ekki að "pumpið", high reps og aðrar aðferðir eins og drop sets, bloodflow restriction o.fl... muni ekki hjálpa til við vöðvastækkun. - Það getur klárlega hjálpað og gert herslumuninn.


En fókusaðu fyrst og fremst (sérstaklega ef þú ert byrjandi) á að verða STERKARI í basic lyftum í 6-10 endurtekningafjöldanum.





2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page