top of page
Search

Extreme ownership

Updated: Oct 19, 2023

Extreme Ownership.


Mikilvægasta prinsip regla sem þú tileinkar þér.


Aðstæður þínar eða ástand er ALDREI öðrum að kenna.


Lífið þitt breytist þegar þú gerir þér grein fyrir að ÞÚ berð ábyrgð á því HVAR þú ert staddur í lífinu á þessum tímapunkti.


Þínar eigin ákvarðanir, það sem þú framkvæmir eða framkvæmir ekki og hvernig þú bregst við aðstæðum er það sem leiddi þig á þann stað sem þú ert á í dag.


Taktu ákvörðun, framkvæmdu, og berðu 100% ábyrgð á afleiðingunum - alveg sama þó aðrir skipti sér af, taki þátt eða hafi áhrif á útkomuna - þá er ábyrgðin alltaf á þér.


Að tileinka sér EXTREME OWNERSHIP krefst sjálfsskoðunar, þú þarft að skoða egó-ið þitt og skilja hvernig það gæti haldið aftur að þér, þú þarft að tileinka þér auðmýkt og geta viðurkennt mistök.


Þegar ÞÚ berð ábyrgðina hefur þú tækifæri til að setja standardinn sem þú vilt lifa eftir.


þú getur endurhannað líf þitt, eins og það leggir sig, þegar þú áttar þig á að ALLT er undir þér komið og þú ákveður að það ert ÞÚ sem setur standardinn.


Það er ekkert sem heldur aftur að þér nema þú sjálfur.


Ekki reyna telja þér trú um neitt annað.


Kannski er einhver annar eða eitthvað annað sem “veldur” vandamálinu þínu. En þú berð ábyrgð á að leysa það, finna út úr því og gera aðstæður betri.


Einbeittu þér meira að þakklæti. Stjórnaðu væntingum betur - hættu að ætlast til einhvers af öðrum og hættu að telja þig eiga sjálfsagðan "rétt" á hinu og þessu.


Þú átt ekki rétt á neinu - ef þú vilt að eitthvað sé öðruvísi en það er, breyttu því eða hafðu áhrif svo því verði breytt - EKKI bara kvarta yfir því að aðrir geri ekki hlutina eins og ÞÚ vilt.


Aldrei kvarta án þess að koma með lausn.


Vertu aðeins með væntingar um eigin hegðun og frammistöðu.


Taktu 100% persónulega ábyrgð, alltaf og endurhannaðu lífið þitt eins og þú vilt að það sé.


Í enda dags er allt undir þér komið.


Blogging from Your Wix Blog Dashboard

On the dashboard, you have everything you need to manage your blog in one place. You can create new posts, set categories and more. To head to your Dashboard, open the Wix Editor and click on Blog > Posts.


Blogging from Your Published Site

Did you know that you can blog right from your published website? After you publish your site, go to your website’s URL and login with your Wix account. There you can write and edit posts, manage comments, pin posts and more! Just click on the 3 dot icon ( ⠇) to see all the things you can do.


28 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page