SVONA FÆRIR ÞÚ ALLT ONLINE Á MEÐAN COVID LOKUN STENDUR YFIR.

HLUSTAÐU Á UPPTÖKURNAR FRÁ ÞVÍ Í VOR, LESTU PLANIÐ OG KÍKTU Á ÞAÐ SEM MASTERMIND MEÐLIMIR ERU AÐ GERA (NEÐST)

HÉR ÞAÐ SEM ÞÚ VERÐUR AÐ GERA:

Svona færir þú allt yfir í ONLINE á einu augabragði (ef þú ert bara á gólfi).

Mæli líka með að hlusta á podcast þáttinn (þó hann sé frá seinustu lokun þá gildir flest ennþá)

HÉR ER ÞAÐ SEM ÉG VIL AÐ ÞÚ GERIR, SKREF FYRIR SKREF (ef þú ert á gólfi og vilt færa þig online á meðan lokun stendur yfir)

- Þú skrúfar hausinn rétt á sjálfan þig. Þetta er ekki tíminn til þess að vorkenna sér yfir “ástandinu”. Þú hefur einfaldlega ekki svigrúm til þess núna OG þú byggir ekki góðan business með fucked up hugarfar.

- Þú ákveður að stíga upp sem leiðtogi.

Þegar ástandið er slæmt og allt í kaos þá laðast fólk að leiðtogum, að einhverjum sem virkar öruggur og er með plan, Fólk höndlar óvissuástand illa. Þegar þú hefur skýra sýn, ert sjálfsörugg/ur og veist hvert þú ert að stefna laðast fólk að þér.

Fólk vill öryggi, samfélag og vill tilheyra einhverju sem hefur tilgang eða skýra stefnu. Fólk vill láta leiða sig.

- Ég vil að þú hafir samband við alla núverandi kúnna sem fyrst, sendir skilaboð og segir eitthvað á þessa leið:

“Hæ *nafn*, eins og þú veist þá er búið að loka öllum líkamsræktarstöðvum svo þjálfunin okkar færist bara online.

En bara svo þú vitir þá er ég ennþá hérna fyrir þig. Það hefur ekkert breyst, þú ert buin að standa þig ótrúlega vel undanfarnar vikur og við höldum þeirri vinnu að sjálfsögðu áfram,

Við hjálpumst að í gegnum þetta.

Við einbeitum við okkur áfram að vinna í hugarfari og nýtum tækifærið núna til þess að fókusa meira á aðra þætti en bætingar í styrk, eins og t.d mataræði og aðrar daglegar venjur.

Hjá mér er allt áfram samkvæmt plani.

Mig hefur reyndar lengi langað að fara online svo að coronavirusinn hefur bara flýtt ferlinu fyrir mig til þess að starta loksins mínum eigin online business, og mér þætti vænt um að þú yrðir einn af stofn-meðlimum í 4 eða 8 vikna online áskoruninni minni.

*Svo telurðu upp atriði sem felast í þessari online áskorun*
 

Aðrir viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta og akkúrat núna er ég að setja upp sérstaka facebook grúbbu fyrir okkur þar sem við getum stutt hvort annað næstu vikurnar, tekið æfingar saman í gegnum netið og lært meira um mataræði, *nefnir eitthvað topic sem þú sérhæfir þig í o.s.frv...”

- Þú setur upp sameiginlegan Facebook hóp fyrir alla viðskiptavini þína - hvort sem þú ert með One on One eða hópa.

Þú dælir fræðsluefni þarna inn, ert live, setur upp q&a og peppar liðið.

- Ef þú ert með hópþjalfun, getur þú verið með LIVE æfingu í grúbbunni amk einu sinni á dag. Getur líka notað ZOOM og tengt live við Facebook, þá sérð þú viðskiptavinina líka.

Reyndu að halda í ÞÍNAR æfinga aðferðir eins mikið og þú getur. Ekki hugsa bara um að setja upp týpískt “heimaprógram” - Þú ert búin að selja viðskiptavinum þínum ákveðna hugmyndafræði. Haltu þig við hana.

- Ef þú ert með One on One þjálfun, getur þú haldið sömu tímasetningum áfram og þjálfað í gegnum FaceTime og heldur áfram að rukka það sama - eða setur upp group coaching fyrirkomulag. 

Nýttu tímann í að fókusa meira á aðra hluti en ræktina og vera áfram til staðar fyrir kúnnana þína. Vertu leiðtoginn sem þau þurfa.

...Svona getum við bjargað okkur á meðan lokun stendur yfir.

En núna viljum við nýta tækifærið og setja bara upp alvöru online coaching business, ekki satt?

Í stað þess að redda okkur alltaf bara fyrir horn...

 

Eða þurfa að byggja allt upp á nýtt í hvert sinn sem það lokar og opnar aftur... 


Afhverju ekki bara að setja upp alvöru online business eins og svo margir í Mastermind prógraminu eru að gera?

 

Flestir Mastermind meðlimir þurfa litlu að breyta og engin þarf að lækka verð þrátt fyrir lokanir.

Ég hvet alla mastermind meðlimi (líka þá sem eru á gólfi eða eiga sitt eigið gym) til þess að setja upp online concept líka. 

Að vera aðeins með eina "innkomuleið" er brotthætt ástand. Eins og við finnum fyrir núna.

Ef þú vilt vita hvernig við gerum þetta sendu mér skilaboð og förum betur yfir það hvernig við getum fært þína starfsemi í þetta form.

Smelltu hér til þess að sjá meira