HJÁLPAÐU OKKUR AÐ GLEÐJA KRAKKANA SEM ÞURFA MEST

Á ÞVÍ AÐ HALDA YFIR JÓLIN

Styrktarsöfnun fyrir velferðarsjóð - Við hjálpum fleiri krökkum að eiga gleðileg jól.

 OPERATION CHRISTMAS 

ÞÚ VELUR UPPHÆР

OG MILLIFÆRIR

Reikningsupplýsingar

542-14-405504
Kt: 411215-0160

ALGENGAR UPPHÆÐIR

1.000KR - 3.500KR - 5.000KR -10.000KR OG 20.000KR

TÖKUM Á MÓTI FRJÁLSUM FRAMLÖGUM

ATH. Á MÓTI FRAMLAGI Í STYRKTARSJÓÐINN GETUR ÞÚ SÓTT ÞÉR GJÖF NEÐST Á SÍÐUNNI.

 Kæri lesandi, 

Takk fyrir að vera komin hingað,

 

Það eitt segir mér að þessi málstaður; börn sem búa við fátækt eða erfiðar heimilisaðstæður, skipti þig máli.

Nú veit ég ekki hvort þetta sé eitthvað þú tengir við persónulega eða þekkir af eigin raun. En það er eitthvað sem segir mér að þú getir ekki hugsað til þess að það séu krakkar þarna úti, jafnvel bara í næsta húsi við þig, sem sitja heima yfir jólin og í stað þess að upplifa hamingju og eftirvæntingu, finna þau fyrir stressi, kvíða, vonbrigðum eða upplifa sig ómerkilegri en einhver annar.

Það er fólki eins og þér að þakka að fleiri krakkar gleðjast yfir jólin.

"Þetta ár hefur neytt mörg okkar til þess að hægja á ferðinni & minna okkur á hvað skiptir raunverulega máli.

 

Hvað stendur eftir þegar allt er farið? - Við eigum hvort annað.

 

Þeir sem minna mega sín eiga undir högg að sækja & alltaf bætist í hópinn þar sem atvinnuleysið, óvissan & fátæktin herjar á.

 

Það hefur sjaldan skipt jafn miklu máli að snúa bökum saman, rétta náunganum hjálparhönd & láta gott af sér leiða eins & akkúrat núna !

 

Leggðu okkur lið - Hugsum um börnin, hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum svo við getum vonandi sem flest átt gleðileg jól."

- Skilaboð frá Camillu Rut, talsmanni Alpha Foundation

TAKTU ÞÁTT!

 

Við viljum fá ÞIG í liðið.

Þú getur séð til þess að eitt barn í viðbót eigi ógleymanlegt aðfangadagskvöld þetta árið 

Reikningsupplýsingar

542-14-405504
Kt: 411215-0160

Þetta er einfalt, þú velur bara upphæð sem þú vilt gefa og millifærir.

Algeng framlög:

1.000kr - 3.500kr - 5.000kr

10.000kr - 20.000kr

Margt smátt gerir eitt stórt!

Við erum að leita að fleiri liðsfélögum sem brenna fyrir sama málstað; að sjá til þess að öll börn fái jöfn tækifæri.

Á hverju ári, í desember stendur ALPHA FOUNDATION fyrir söfnun og kaupir gjafir handa börnum sem búa við fátækt eða erfiðar heimilisaðstæður.

Þessi málstaður skiptir okkur alveg sérstaklega miklu máli og við myndum elska það að fá þig í liðið með okkur.

 

 Áætla má að fjórfalt fleiri heimili búi við fátækt eða erfiðar heimilisaðstæður nú en í upphafi árs 

 

Þess vegna verðum við að hugsa þetta verkefni stærra en áður!

 

Þetta byrjaði sem lítið verkefni fyrir 6 árum síðan...
 

...Þegar meðlimir í lítilli líkamsræktarstöð tóku sig saman og keyptu jólagjafir fyrir börn sem búa við fátækt eða erfiðar heimilisaðstæður.

Verkefnið hefur stækkað á hverju ári síðan þá,

Auðvitað eru önnur málefni sem mörgum þykir eflaust mikilvægara að styrkja.

 

En þetta snýst um svo miklu meira en að gefa einhverjum bara leikföng eða "dauða hluti".

Þetta snýst um að rétta náunganum við hliðina á þér hjálparhönd. Og vonandi, gera þennann tíma örlítið léttari fyrir þá sem annars fyllast af kvíða, vanmætti eða depurð.

Barn skilur ekki hvers vegna mamma og pabbi (eða kannski bara mamma/pabbi) hefur ekki efni á að gefa mér það sem "allir hinir" fá í jólagjöf.

 

Treystu mér, eins fáranlega og það hljómar í eyrum sumra, þá getur svona haft áhrif á sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfsvirði einstaklinga.

Þar að auki viljum við bara vita til þess, að þetta eina kvöld, leggist vonandi fleiri krakkar brosandi á koddann sinn og hlakki til þess að vakna morguninn eftir til þess að leika sér, áhyggjulaus.

​ Þú styrkir söfnunina með einfaldri millifærlsu 

​Þú velur bara þá upphæð sem þig langar að gefa og millifærir af heimabankanum þínum

Reikningsupplýsingar:

542-14-405504
Kt: 411215-0160

En það eitt vandamál...

​Lítill tími til stefnu - við þurfum að bregðast hratt við

Það er alltaf gott að gefa, en í þakklætisskyni fyrir að slást í lið með okkur, viljum endilega að þú fáir eitthvað líka (ef þú vilt nýta þér það)
 

EF þú vilt þiggja gjöf frá einhverjum af þessum frábæru aðilum sendir þú einfaldlega kvittun/screenshot eftir að þú hefur millifært, á netfangið styrktarsjodur2020@gmail.com og tekur fram hvaða gjöf þig langar að sækja.
 

 Eftirfarandi aðilar styrkja og standa á bakvið ALPHA FOUNDATION - Veldu þér gjöf og sendu kvittun á styrktarsjodur2020@gmail.com 


Indiana Nanna og GoMove Iceland gefur:

 "ÆFING MEÐ INDÍÖNU" 

Nanna Kaaber gefur:

  "VIKUSKJAL AF ÆFINGUM"  

HRAUST þjálfun gefur:

 "LIÐLEIKASKÓLINN" 

Aron Ívar einkaþjálfari gefur:

 Fyrirlestur úr námskeiðinu "SEGÐU BLESS VIÐ STREITUNA" 

SWIPE CLUB gefur:

 ONLINE NÁMSKEIР

ALPHAGYM gefur: 

 Æfingakerfi 

Ofurpabbar Íslands gefa: 

 Heimaæfingakerfi 

Alpha Girls gefur:

 Growth mindset PDF skjal 

ALPHA AGENCY og Flazz.is gefur:

 Lightroom myndvinnslu námskeið 

Nutreleat gefur:

 Næringarfyrirlestur og uppskriftir 

Ásdís (@healthisnotasize) gefur: 

 5 daga áskorun - Lifðu þínu besta lífi 

Sigurður Pálsson gefur:

 Kennsluvideo sem hjálpar fólki að losa um stífar mjaðmir og bakverki 

Hildur Gríms gefur:

 Hlaupaprógram fyrir byrjendur 

 

Rakel Hlynsdóttir gefur:

 Afslátt af allri þjálfun, sem nemur styrktarupphæð. T.d 5.000kr í sjóðinn = 5.000kr afsláttur af allri þjálfun 

Byr Markþjálfun gefur:

 Tími í markþjálfun 

Einar Kristjánsson gefur:

 Fyrirlestur: Náðu í 97% af markhópnum þínum sem samkeppnisaðilinn veit ekki af 

Einar Kristjánsson gefur:

 2 Leiðir til þess að ná í fleiri viðskiptavini 

ALPHA AGENCY gefur:

 Marketing strategy call 

Erlendur (@coach_erlendur) gefur:

 30 mín Zoom markmiða fund 

Vilhjálmur Þór (Karate) gefur:

 Æfingakerfi fyrir bardagafólk 

Lilja Sigurgeirs gefur:

Æfingar sem losa um mjaðmir, létta á baki og virkja rasvöðva